Fyrirsjáanleiki í rekstri skiptir öllu máli Jóhannes Þór Skúlason skrifar 10. nóvember 2023 19:01 Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Skattar og tollar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú loks birt fyrirhugaða breytingu á skattheimtu á ferðaþjónustu í frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að gistináttaskattur verði frá 1. janúar 2024 lagður á hvern einstakling í stað gistirýmis áður. Þá er einnig lagt til að skatturinn leggist á skemmtiferðaskip í siglingum til og frá og við Ísland, sem hefur ekki verið áður. Breytingin hefur t.d. þau áhrif að skattur á hvert tveggja manna herbergi hækkar um 100%. Þar sem fleiri eru í herbergi eða öðru gistirými er hækkunin enn meiri, en almennt eru slík gistirými algengari á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þótt um sé að ræða breytingu á eðli og innheimtu skattsins felst í henni raunskattahækkun gagnvart fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enginn fyrirsjáanleiki þýðir að fyrirtækin munu greiða skattinn, ekki ferðamennirnir Á vormánuðum var boðuð aukin 2,7 ma.kr. gjaldtaka á ferðaþjónustu án útfærslu. Áform um breytingar á gistináttaskatti birtust svo ekki í samráðsgátt fyrr en í lok september og ferðaþjónustufyrirtæki fengu því aðeins um þriggja mánaða fyrirvara um að yfir höfuð væru áformaðar væru breytingar á gistináttaskatti. Útfærsla breytinganna birtist svo loks nú í byrjun nóvember, tæpum tveimur mánuðum áður en þeim er ætlað að taka gildi. Ef Alþingi samþykkir breytingarnar í byrjun desember munu þær taka gildi strax í byrjun janúar og fyrirvarinn því í raun enginn fyrir atvinnugrein sem hefur nú þegar selt stóran hluta af ferðum næsta árs. Það er óásættanlegt. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði fyrir alla þá sem standa í rekstri. Það er mikilvægt hlutverk ríkisvaldsins að skapa atvinnugreinum og fyrirtækjum heilbrigt rekstrarumhverfi og hluti af því er að tryggja fyrirsjáanleika. Ljóst er að taki áætlaðar breytingar á gistináttaskatti gildi með svo stuttum fyrirvara verður markmiðum stjórnvalda um að ferðamaðurinn greiði skattinn ekki náð, því miðað við framkvæmd laganna hingað til munu fyrirtækin koma til með að sitja uppi með breytingar skattsins og greiða fyrir þær innan úr rekstri sínum. Mikilvægi fyrirvara á skattabreytingum eru ekki nýjar upplýsingar Sú staðreynd er stjórnvöldum vel kunn að vegna eðlis atvinnugreinarinnar er 12 mánaða fyrirvari nauðsynlegur á slíkum skattabreytingum, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margsinnis komið því á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir, þar á meðal ítrekað nú á haustmánuðum. Það eru samtökunum því mikil vonbrigði að fjármálaráðuneytið hafi ekki tekið tillit til þessara vel þekktu staðreynda um nauðsynlegan fyrirvara á skattabreytingum í ferðaþjónustu við framlagningu frumvarpsins. Því er við að bæta að skatturinn er lagður á til einfaldrar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð en ekki er áætlað skv. frumvarpi til fjárlaga að auknar tekjur af ferðaþjónustu skili sér til aukinna framlaga til verkefna á málefnasviði ferðaþjónustu. Í því samhengi má einnig benda á að skv. útreikningum sem Reykjavík Economics vinnur nú að fyrir SAF var skattspor ferðaþjónustu um 140 milljarðar á síðasta ári. SAF telja því að engin rök mæli með sérstakri hækkun sérskatta á ferðaþjónustufyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert. Breytingar í ósamræmi við markmið stjórnarsáttmála Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vikið að mikilvægi þess að atvinnugreinin „fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins". Áhrifa heimsfaraldursins gætir enn með ýmsum hætti hjá fyrirtækjum í ferðþjónustu, þar á meðal hjá rekstri gististaða og ferðaskrifstofa, sem munu þurfa að taka höggið af hærri skattheimtu með óeðlilega stuttum fyrirvara. Hækkandi vaxta- og launakostnaður bítur fast og jafnframt er enn áskorun að létta skuldastöðu greinarinnar á nýjan leik. Það er vandséð hvernig auknar álögur á ferðaþjónustu falla að markmiðum stjórnarsáttmálans um aukna samkeppnishæfni og tækifæri greinarinnar til uppbyggingar. Bera þarf virðingu fyrir verðmætasköpun Ferðaþjónusta er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins og var hlutur greinarinnar um 7,8% af verðmætasköpun þess árið 2022. Sú verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi enda er áfangastaðurinn Ísland og ferðaþjónustufyrirtækin sem standa undir henni alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því er gríðarmikilvægt að stjórnvöld miði ætíð að því að bæta rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar með fyrirsjáanleika í forgrunni en setji ekki á nýjar hindranir með stuttum fyrirvara sem erfitt er, eða einfaldlega ekki hægt, að bregðast við. Það er lágmarkskrafa að ákvarðanir hins opinbera séu ávallt þess eðlis að borin sé virðing fyrir virkni og verðmætasköpun atvinnugreinarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun