„Hún forðaðist alla tíð að nefna Hitler og Þýskaland nasismans” Íris Hauksdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Hjónin Karl Hirst og Þóra Marta Stefánsdóttir Hirst gengu í gegnum erfiða tíma á stríðsárunum. aðsend Þann 5. júlí árið 1940 ruddust breskir hermenn inn á heimili hjónanna Karls og Þóru Mörtu Stefánsdóttur Hirst í Reykjavík. Húsbóndinn hafði haldið til vinnu fyrr um morguninn en Þóra og synirnir tveir, tveggja og fimm ára áttu rólegan morgun heima fyrir. Öll urðu skiljanlega skelfingu lostin þegar vopnaðir menn mættu tilefnislaust, með offorsi og beindu rifflum að þeim með stuttu færi. Sendur nauðugur í fangabúðir Á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin sem hæst og höfðu Bretar á skrá alla þýska ríkisborgara. Þegar leið á sumarið eftir hernámið ákváðu þeir að handtaka þá alla í öryggisskyni því að þeir óttuðust að þeir væru útsendarar nasista. Karl var einn þeirra, þrátt fyrir að hafa aldrei verið viðriðinn nasistaflokkinn í Þýskalandi eða hér heima með nokkrum hætti. Í kjölfar innrásar hermannanna inn á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík var Karl tekinn til fanga og sendur í fangabúðir Breta á eyjunni Mön. Eyju sem staðsett er við Írlandshaf og hafði á þessum tíma verið breytt í einskonar fanganýlendu. Þar var honum haldið nauðugum í fimm ár. Eftir það tók við tveggja ára óvissa þar sem íslensk stjórnvöld neituðu að hleypa Karli aftur heim til Íslands og hann var sendur nauðugur til Þýskalands. Óveðursblikur á lofti Barnabarn hjónanna, Elín Hirst, er fyrir löngu orðin þjóðþekkt fjölmiðlakona hér á landi. Hún hefur nú skrifað sögu fjölskyldu sinnar um þessa lífsreynslu. Fjölmiðlakonan Elín Hirst gaf nýverið út sögu fjölskyldu sinnar, Afi minn stríðsfanginn, hún segir mikilvægt að saga þeirra glatist ekki.aðsend Bókin, Afi minn stríðsfanginn, veltir meðal annars upp spurningum á borð við áhrif uppgangs nasismans á Íslandi en um tíma íhuguðu hjónin að flytja til Þýskalands rétt fyrir stríð. Ástæðan var sú að útlendingaandúð birtist mjög skýrt á síðum dagblaðanna, þar sem talað var um að: Þessir útlendingar [taki] störf af Íslendingum sem þurfi á þeim að halda og að íslenskir borgarar eigi skýlausan rétt á að atvinnumöguleikar þeirra séu verndaðir fyrir útlendingum. Faðir Karls, Max, og langafi Elínar, lagðist gegn því að fjölskyldan flyttist til Þýskalands. Hann var viss um að það væri algjört óráð því miklar óveðursblikur væru á lofti og auk þess væru nasistar í auknu mæli farnir að sýna sitt rétta andlit með auknum gyðingaofsóknum og harðræði. Eins og að lesa reyfara Í bókinni segir Elín sömuleiðis sögu ömmu sinnar, Þóru Mörtu en á hernámsárunum barðist hún í bökkum með synina tvo meðan eiginmaðurinn var fastur í fangabúðum handan hafsins. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs að Elín hellti sér af fullum krafti í gagnasöfnun við vinnslu bókarinnar. „Ég hafði samband við Þjóðskjalasafn Íslands og bað um öll skjöl sem vörðuðu Karl H. Hirst frá þessum tíma. Ekki leið á löngu þar til ég fékk send fjölda skjala sem vörðuðu fjölskyldu mína. Í skjölunum er meðal annars að finna minnisblöð ríkisstjórnarinnar, sum merkt trúnaðarmál. Bréfaskipti milli dómsmálaráðherra og utanríkisráðuneytisins, bréf frá yfirmanni herstjórnar Bandaríkjahers á Íslandi til íslenskra yfirvalda og bréf frá breskum stjórnvöldum. Bréf frá ömmu til utanríkisráðuneytisins, símskeyti og margt fleira sem varðaði mál afa. Þegar ég opnaði tölvupóstinn með skjölunum gat ég ekki hætt að lesa. Þetta var eins og að lesa reyfara. Í skjölunum kom meðal annars fram að þegar stríðinu lauk tók við annars konar barátta. Að koma Karli til Íslands. Bresk og bandarísk yfirvöld gáfu grænt ljós á að þýsku stríðsfangarnir sem teknir höfðu verið höndum á Íslandi fengju að snúa aftur heim en þá brá svo við að íslensk stjórnvöld neituðu að taka við þeim. Húðskammaði ráðherrann Fjórum mánuðum eftir stríðslok hafði fangabúðunum á Mön verið lokað en þá vissi amma ekkert hvar eiginmaður hennar væri niðurkominn. Hún dró ekki af sér í baráttunni við að fá manninn til Íslands og gekk meðal annars á fund Finns Jónssonar dómsmálaráðherra og hafði með sér synina tvo, sjö og ellefu ára gamla, sem þá höfðu ekki séð föður sinn öll stríðsárin. Finnur dómsmálaráðherra sat við skrifborðið sitt og tók þeim mjög kurteislega. Ömmu var mjög heitt í hamsi þennan dag. Pabbi segir að hún hafi húðskammað ráðherrann og sagt að hér gæti hann séð föðurlausa syni hennar með eigin augum: Það er yður að kenna að drengirnir eru föðurlausir, bætti amma við: Því að þér notið vald yðar til að banna föður þeirra að koma aftur til Íslands!” Mundu ekki eftir pabba sínum Eftir sjö ára aðskilnað fékk Karl loks að snúa aftur til Íslands en þá var hann breyttur maður. „Ég held að þau hafi öll fjögur, afi, amma og synir þeirra tveir, þjáðst af því sem nú er kallað áfallastreituröskun. Þessir atburðir lituðu líf fjölskyldunnar næstu ár og áratugi. Afi talaði aldrei um þessa tíma, en amma gerði það hins vegar oft. Þó forðaðist hún alla tíð að nefna Hitler og Þýskaland nasismans.” Þóra með syni sína tvo sem mundu lítið sem ekkert eftir föður sínum er hann sneri aftur til Íslands sjö árum síðar. aðsend Elín segir synina tvo lítið hafa munað eftir föður sínum þegar hann sneri aftur heim. „Allt þetta reyndi mjög á fjölskyldutengslin, hjónaband afa og ömmu og samband hans við syni sína. Það hafði líka áhrif mikil áhrif á hann persónulega að vera fangi í fimm ár og vera síðan sendur nauðugur til Þýskalands að stríði loknu í stað þess að fá að koma heim til Íslands.” Meinað að snúa aftur heim Hvernig kom það til að þú fórst í að skrifa þessa sögu? „Þannig var að ég heimsótti gamlar æskuslóðir, þar sem Listhúsið við Engjateig stendur nú. Þar stóð hús ömmu og afa, sem voru mér bæði mjög náin og ég dvaldi oft hjá þeim ásamt systur minni og frændsystkinum. Ég fór allt í einu að velta því fyrir mér hvort það væru til einhver skjöl um handtöku afa við hernám Breta 1940 og eins um það hvers vegna honum var meinað að koma aftur til Íslands að stríði loknu 1945. Afi var þýskur ríkisborgari, kvæntur ömmu minni og saman áttu þau tvo litla syni þegar hann var handtekinn.” Byggð á persónulegum heimildum Hvað heimildarsöfnun varðar segir Elín hana hafa gengið vonum framar. „Í fyrsta lagi kom það mér mjög á óvart að til væri svona mikið að skjölum um afa minn í tengslum við síðari heimsstyrjöldina. Ekki síður hvernig íslensk stjórnvöld hegðu sér í máli afa og fleiri Þjóðverja sem voru í hans sporum sem áttu heimili, eiginkonur og börn á Íslandi. Stór hluti bókarinn byggir á persónulegum heimildum úr fjölskyldu minni en ég hef einnig stuðst mikið við þau rit sem fremst standa í tengslum við Ísland í heimsstyrjöldinni síðari; bækur og greinar eftir Þór Whitehead, sem mest hefur rannsakað þessi mál. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur er líka einn okkar fremstu sérfræðinga hvað þessi mál varða og ég leitaði mikið til hans og notaði mikið bækur og greinar eftir hann, sem og Gunnar M. Magnús og Pál Baldvin Baldvinsson. Ég hef verið nokkuð dugleg við að rekja garnirnar úr öllum í fjölskyldunni og fann líka ýmis bréf, dagbækur frá þessu tímabili í lífi afa og ömmu og drengjanna. Það er mér mikið í mun að saga þeirra verði sögð og gleymist ekki um ókomna tíð.” Bókaútgáfa Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Húsbóndinn hafði haldið til vinnu fyrr um morguninn en Þóra og synirnir tveir, tveggja og fimm ára áttu rólegan morgun heima fyrir. Öll urðu skiljanlega skelfingu lostin þegar vopnaðir menn mættu tilefnislaust, með offorsi og beindu rifflum að þeim með stuttu færi. Sendur nauðugur í fangabúðir Á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin sem hæst og höfðu Bretar á skrá alla þýska ríkisborgara. Þegar leið á sumarið eftir hernámið ákváðu þeir að handtaka þá alla í öryggisskyni því að þeir óttuðust að þeir væru útsendarar nasista. Karl var einn þeirra, þrátt fyrir að hafa aldrei verið viðriðinn nasistaflokkinn í Þýskalandi eða hér heima með nokkrum hætti. Í kjölfar innrásar hermannanna inn á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík var Karl tekinn til fanga og sendur í fangabúðir Breta á eyjunni Mön. Eyju sem staðsett er við Írlandshaf og hafði á þessum tíma verið breytt í einskonar fanganýlendu. Þar var honum haldið nauðugum í fimm ár. Eftir það tók við tveggja ára óvissa þar sem íslensk stjórnvöld neituðu að hleypa Karli aftur heim til Íslands og hann var sendur nauðugur til Þýskalands. Óveðursblikur á lofti Barnabarn hjónanna, Elín Hirst, er fyrir löngu orðin þjóðþekkt fjölmiðlakona hér á landi. Hún hefur nú skrifað sögu fjölskyldu sinnar um þessa lífsreynslu. Fjölmiðlakonan Elín Hirst gaf nýverið út sögu fjölskyldu sinnar, Afi minn stríðsfanginn, hún segir mikilvægt að saga þeirra glatist ekki.aðsend Bókin, Afi minn stríðsfanginn, veltir meðal annars upp spurningum á borð við áhrif uppgangs nasismans á Íslandi en um tíma íhuguðu hjónin að flytja til Þýskalands rétt fyrir stríð. Ástæðan var sú að útlendingaandúð birtist mjög skýrt á síðum dagblaðanna, þar sem talað var um að: Þessir útlendingar [taki] störf af Íslendingum sem þurfi á þeim að halda og að íslenskir borgarar eigi skýlausan rétt á að atvinnumöguleikar þeirra séu verndaðir fyrir útlendingum. Faðir Karls, Max, og langafi Elínar, lagðist gegn því að fjölskyldan flyttist til Þýskalands. Hann var viss um að það væri algjört óráð því miklar óveðursblikur væru á lofti og auk þess væru nasistar í auknu mæli farnir að sýna sitt rétta andlit með auknum gyðingaofsóknum og harðræði. Eins og að lesa reyfara Í bókinni segir Elín sömuleiðis sögu ömmu sinnar, Þóru Mörtu en á hernámsárunum barðist hún í bökkum með synina tvo meðan eiginmaðurinn var fastur í fangabúðum handan hafsins. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs að Elín hellti sér af fullum krafti í gagnasöfnun við vinnslu bókarinnar. „Ég hafði samband við Þjóðskjalasafn Íslands og bað um öll skjöl sem vörðuðu Karl H. Hirst frá þessum tíma. Ekki leið á löngu þar til ég fékk send fjölda skjala sem vörðuðu fjölskyldu mína. Í skjölunum er meðal annars að finna minnisblöð ríkisstjórnarinnar, sum merkt trúnaðarmál. Bréfaskipti milli dómsmálaráðherra og utanríkisráðuneytisins, bréf frá yfirmanni herstjórnar Bandaríkjahers á Íslandi til íslenskra yfirvalda og bréf frá breskum stjórnvöldum. Bréf frá ömmu til utanríkisráðuneytisins, símskeyti og margt fleira sem varðaði mál afa. Þegar ég opnaði tölvupóstinn með skjölunum gat ég ekki hætt að lesa. Þetta var eins og að lesa reyfara. Í skjölunum kom meðal annars fram að þegar stríðinu lauk tók við annars konar barátta. Að koma Karli til Íslands. Bresk og bandarísk yfirvöld gáfu grænt ljós á að þýsku stríðsfangarnir sem teknir höfðu verið höndum á Íslandi fengju að snúa aftur heim en þá brá svo við að íslensk stjórnvöld neituðu að taka við þeim. Húðskammaði ráðherrann Fjórum mánuðum eftir stríðslok hafði fangabúðunum á Mön verið lokað en þá vissi amma ekkert hvar eiginmaður hennar væri niðurkominn. Hún dró ekki af sér í baráttunni við að fá manninn til Íslands og gekk meðal annars á fund Finns Jónssonar dómsmálaráðherra og hafði með sér synina tvo, sjö og ellefu ára gamla, sem þá höfðu ekki séð föður sinn öll stríðsárin. Finnur dómsmálaráðherra sat við skrifborðið sitt og tók þeim mjög kurteislega. Ömmu var mjög heitt í hamsi þennan dag. Pabbi segir að hún hafi húðskammað ráðherrann og sagt að hér gæti hann séð föðurlausa syni hennar með eigin augum: Það er yður að kenna að drengirnir eru föðurlausir, bætti amma við: Því að þér notið vald yðar til að banna föður þeirra að koma aftur til Íslands!” Mundu ekki eftir pabba sínum Eftir sjö ára aðskilnað fékk Karl loks að snúa aftur til Íslands en þá var hann breyttur maður. „Ég held að þau hafi öll fjögur, afi, amma og synir þeirra tveir, þjáðst af því sem nú er kallað áfallastreituröskun. Þessir atburðir lituðu líf fjölskyldunnar næstu ár og áratugi. Afi talaði aldrei um þessa tíma, en amma gerði það hins vegar oft. Þó forðaðist hún alla tíð að nefna Hitler og Þýskaland nasismans.” Þóra með syni sína tvo sem mundu lítið sem ekkert eftir föður sínum er hann sneri aftur til Íslands sjö árum síðar. aðsend Elín segir synina tvo lítið hafa munað eftir föður sínum þegar hann sneri aftur heim. „Allt þetta reyndi mjög á fjölskyldutengslin, hjónaband afa og ömmu og samband hans við syni sína. Það hafði líka áhrif mikil áhrif á hann persónulega að vera fangi í fimm ár og vera síðan sendur nauðugur til Þýskalands að stríði loknu í stað þess að fá að koma heim til Íslands.” Meinað að snúa aftur heim Hvernig kom það til að þú fórst í að skrifa þessa sögu? „Þannig var að ég heimsótti gamlar æskuslóðir, þar sem Listhúsið við Engjateig stendur nú. Þar stóð hús ömmu og afa, sem voru mér bæði mjög náin og ég dvaldi oft hjá þeim ásamt systur minni og frændsystkinum. Ég fór allt í einu að velta því fyrir mér hvort það væru til einhver skjöl um handtöku afa við hernám Breta 1940 og eins um það hvers vegna honum var meinað að koma aftur til Íslands að stríði loknu 1945. Afi var þýskur ríkisborgari, kvæntur ömmu minni og saman áttu þau tvo litla syni þegar hann var handtekinn.” Byggð á persónulegum heimildum Hvað heimildarsöfnun varðar segir Elín hana hafa gengið vonum framar. „Í fyrsta lagi kom það mér mjög á óvart að til væri svona mikið að skjölum um afa minn í tengslum við síðari heimsstyrjöldina. Ekki síður hvernig íslensk stjórnvöld hegðu sér í máli afa og fleiri Þjóðverja sem voru í hans sporum sem áttu heimili, eiginkonur og börn á Íslandi. Stór hluti bókarinn byggir á persónulegum heimildum úr fjölskyldu minni en ég hef einnig stuðst mikið við þau rit sem fremst standa í tengslum við Ísland í heimsstyrjöldinni síðari; bækur og greinar eftir Þór Whitehead, sem mest hefur rannsakað þessi mál. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur er líka einn okkar fremstu sérfræðinga hvað þessi mál varða og ég leitaði mikið til hans og notaði mikið bækur og greinar eftir hann, sem og Gunnar M. Magnús og Pál Baldvin Baldvinsson. Ég hef verið nokkuð dugleg við að rekja garnirnar úr öllum í fjölskyldunni og fann líka ýmis bréf, dagbækur frá þessu tímabili í lífi afa og ömmu og drengjanna. Það er mér mikið í mun að saga þeirra verði sögð og gleymist ekki um ókomna tíð.”
Bókaútgáfa Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira