Áminning til bæklunarlæknis felld úr gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:33 Ráðuneytið felldi ámininningu Landlæknis úr gildi. Vísir/Vilhelm Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð. Læknirinn kærði ákvörðun Landlæknis til ráðuneytisins. Um er að ræða aðgerðir sem hann gerði í mars árið 2016 og í mars árið 2002. Maðurinn hafi framkvæmt aðgerð á öxl án þess að fyrir lægi ábending fyrir henni og auk þess gert mistök í krossbandsaðgerðinni. Hann hafi vanrækt að færa sjúkraskrá í báðum tilvikum. Læknirinn byggir kæru sína á því hve langur tími hafi liðið frá því að fyrri aðgerðin hafi verið gerð. Útilokað sé fyrir hann að bregðast við athugasemdum við aðgerð sem framkvæmd hafi verið fyrir svö löngum tíma. Þá segir læknirinn að ámælisvert hefði verið að framkvæma ekki hina aðgerðina á öxl sjúklingsins til að létta á verkjum hans. Vanræksla á færslu sjúkraskrár hafi átt að leiða til tilmæla um úrbætur og vísar læknirinn til meðalhófsreglunnar. Landlæknir segir viðkomandi sjúkling sem gengist hafi undir krossbandsaðgerðina árið 2002 hafi verið í fullum rétti til að leggja fram kvörtun þar sem upp hafi komist um mistökin í myndatöku og speglun árin 2018 og 2019. Læknirinn hafi auk þess vanrækt hlutverk sitt sem bæklunarlæknir árið 2016 og því hafi ekki verið unnt að beita vægara eftirlitsúrræði en áminningu. Í úrskurði sínum segir ráðuneytið að það sé mat þess sað aldur brotsins, vegna aðgerðarinnar árið 2002, sé slíkur að það verði vart lagt til grundvallar ákvörðun um að veita lækninum áminningu. Hið sama eigi við um þau mistök sem læknirinn hafi gert við aðgerðina. Vegna aðgerðarinnar árið 2016 telur ráðuneytið að alvarleikastig þess máls nái ekki þeim þröskuldi að veita beri lækninum áminningu vegna þeirra atriði sem það varðar. Telur ráðuneytið það varða vanrækslu á færslu sjúkraskrár. Málið sé þó tilefni til þess að beina tilmælum til læknisins um að haga færslu sjúkraskrár í samræmi við lög. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Læknirinn kærði ákvörðun Landlæknis til ráðuneytisins. Um er að ræða aðgerðir sem hann gerði í mars árið 2016 og í mars árið 2002. Maðurinn hafi framkvæmt aðgerð á öxl án þess að fyrir lægi ábending fyrir henni og auk þess gert mistök í krossbandsaðgerðinni. Hann hafi vanrækt að færa sjúkraskrá í báðum tilvikum. Læknirinn byggir kæru sína á því hve langur tími hafi liðið frá því að fyrri aðgerðin hafi verið gerð. Útilokað sé fyrir hann að bregðast við athugasemdum við aðgerð sem framkvæmd hafi verið fyrir svö löngum tíma. Þá segir læknirinn að ámælisvert hefði verið að framkvæma ekki hina aðgerðina á öxl sjúklingsins til að létta á verkjum hans. Vanræksla á færslu sjúkraskrár hafi átt að leiða til tilmæla um úrbætur og vísar læknirinn til meðalhófsreglunnar. Landlæknir segir viðkomandi sjúkling sem gengist hafi undir krossbandsaðgerðina árið 2002 hafi verið í fullum rétti til að leggja fram kvörtun þar sem upp hafi komist um mistökin í myndatöku og speglun árin 2018 og 2019. Læknirinn hafi auk þess vanrækt hlutverk sitt sem bæklunarlæknir árið 2016 og því hafi ekki verið unnt að beita vægara eftirlitsúrræði en áminningu. Í úrskurði sínum segir ráðuneytið að það sé mat þess sað aldur brotsins, vegna aðgerðarinnar árið 2002, sé slíkur að það verði vart lagt til grundvallar ákvörðun um að veita lækninum áminningu. Hið sama eigi við um þau mistök sem læknirinn hafi gert við aðgerðina. Vegna aðgerðarinnar árið 2016 telur ráðuneytið að alvarleikastig þess máls nái ekki þeim þröskuldi að veita beri lækninum áminningu vegna þeirra atriði sem það varðar. Telur ráðuneytið það varða vanrækslu á færslu sjúkraskrár. Málið sé þó tilefni til þess að beina tilmælum til læknisins um að haga færslu sjúkraskrár í samræmi við lög.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira