Óskað eftir endurflutningi ráðherra Sandra B. Franks skrifar 5. nóvember 2023 09:00 Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sandra B. Franks Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun