„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 21:23 Jordan Semple var mikilvægur í liði Þórs í kvöld. Vísir/Diego Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31