Rétturinn til sjálfsvarnar Ingólfur Gíslason skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar