Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2023 21:57 Hjónin flugu með Air Canada. Getty/Smith Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann. Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann.
Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira