Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 08:36 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lengi lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni. Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni.
Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02