Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 13:18 Stórskotalið og skotfæri fyrir það, skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. EPA/OLEG PETRASYUK Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn. Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn.
Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Sjá meira
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43