Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. október 2023 07:31 Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun