Körfuboltakvöld: Leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:00 Njarðvíkurliðið sem um er ræðir. Körfuboltakvöld Úrslitakeppni karla í körfubolta var tekin upp árið 1984. Körfuboltakvöld ætlar að komast að því hvað er besta lið allra tíma. Að þessu sinni var viðureignin á milli Njarðvíkurliðsins 2002 og KR-liðsins 2016. Keppni hefst í 8-liða úrslitum en í fyrstu viðureigninni mættust KR-liðið 2009 og Grindavík árið 2012. Þar flugu KR-ingar áfram og gæti farið svo að fyrstu tvö liðin inn í undanúrslitin verði bæði úr Vesturbænum. Það var við hæfi að tveir leikmenn úr viðureign Njarðvíkur og KR voru í settinu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Í græna horninu var Teitur Örlygsson en hann átti sinn þátt í sigri Njarðvíkur árið 2002. Í svarthvíta horninu var Helgi Már Magnússon sem átti góðu gengi að fagna í Vesturbænum. Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á liðunum tveimur sem um er ræðir. Samanburður á liðunum tveimur.Körfuboltakvöld „Þetta var frábært lið og þetta tímabil var eiginlega eitt ævintýri. Þegar maður skoðar úrslitin í þessum leikjum, unnum bikarúrslitin með 40 stigum minnir mig. Var allt mjög sannfærandi. Brenton (Birmingham) var óstöðvandi og ég var eiginlega sjötti maður í þessum hóp. Þetta voru bara landsliðsmenn“ sagði Teitur um liðsheildina hjá Njarðvík. „Þetta var með mínum fyrstu árum og manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði,“ sagði Helgi Már um Njarðvíkurliðið árið 2002. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Njarðvíkur en eins og Teitur sagði þá var hann fyrsti maður inn af bekk 35 ára gamall. Klippa: Njarðvík og KR mættust í Körfuboltakvöldi: Manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði „Ég missti af átta leikjum út af meiðslum á EM, Pavel (Ermolinskij) missti af sjö og við misstum Ægi Þór (Steinarsson) út um áramótin,“ sagði Helgi Már um KR-liðið sem þurfti að díla við ýmislegt á leið sinni að Íslandsmeistara- og bikartitlinum. „Ég lýt svo á að þetta lið standi fyrir þessi sex ár (í röð sem KR varð Íslandsmeistari). Þetta er ótrúlega góð liðsheild, það vissu allir sín hlutverk. Brynjar Þór (Björnsson) var að spila eins og engill, þetta var síðasta tímabilið mitt áður en ég hætti í fyrsta skipti og svo varstu með besta leikstjórnanda Íslands í Pavel,“ bætti Helgi við áður en hrósaði Darra Frey Hilmarssyni fyrir hlutverk sitt í þessu magnaða liði. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er hægt að taka þátt í skoðunarkönnun um hvort liðið sé betra. Áfram höldum við að velja besta lið sögunnar. Núna er komið að Njarðvík 2002 á móti KR 2016 #subwaydeildin— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 23, 2023 Körfubolti Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Keppni hefst í 8-liða úrslitum en í fyrstu viðureigninni mættust KR-liðið 2009 og Grindavík árið 2012. Þar flugu KR-ingar áfram og gæti farið svo að fyrstu tvö liðin inn í undanúrslitin verði bæði úr Vesturbænum. Það var við hæfi að tveir leikmenn úr viðureign Njarðvíkur og KR voru í settinu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Í græna horninu var Teitur Örlygsson en hann átti sinn þátt í sigri Njarðvíkur árið 2002. Í svarthvíta horninu var Helgi Már Magnússon sem átti góðu gengi að fagna í Vesturbænum. Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á liðunum tveimur sem um er ræðir. Samanburður á liðunum tveimur.Körfuboltakvöld „Þetta var frábært lið og þetta tímabil var eiginlega eitt ævintýri. Þegar maður skoðar úrslitin í þessum leikjum, unnum bikarúrslitin með 40 stigum minnir mig. Var allt mjög sannfærandi. Brenton (Birmingham) var óstöðvandi og ég var eiginlega sjötti maður í þessum hóp. Þetta voru bara landsliðsmenn“ sagði Teitur um liðsheildina hjá Njarðvík. „Þetta var með mínum fyrstu árum og manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði,“ sagði Helgi Már um Njarðvíkurliðið árið 2002. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Njarðvíkur en eins og Teitur sagði þá var hann fyrsti maður inn af bekk 35 ára gamall. Klippa: Njarðvík og KR mættust í Körfuboltakvöldi: Manni leið alltaf eins og þið hefðuð andlega yfirburði „Ég missti af átta leikjum út af meiðslum á EM, Pavel (Ermolinskij) missti af sjö og við misstum Ægi Þór (Steinarsson) út um áramótin,“ sagði Helgi Már um KR-liðið sem þurfti að díla við ýmislegt á leið sinni að Íslandsmeistara- og bikartitlinum. „Ég lýt svo á að þetta lið standi fyrir þessi sex ár (í röð sem KR varð Íslandsmeistari). Þetta er ótrúlega góð liðsheild, það vissu allir sín hlutverk. Brynjar Þór (Björnsson) var að spila eins og engill, þetta var síðasta tímabilið mitt áður en ég hætti í fyrsta skipti og svo varstu með besta leikstjórnanda Íslands í Pavel,“ bætti Helgi við áður en hrósaði Darra Frey Hilmarssyni fyrir hlutverk sitt í þessu magnaða liði. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan er hægt að taka þátt í skoðunarkönnun um hvort liðið sé betra. Áfram höldum við að velja besta lið sögunnar. Núna er komið að Njarðvík 2002 á móti KR 2016 #subwaydeildin— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 23, 2023
Körfubolti Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum