Leiðarljós skynseminnar Árni Már Jensson skrifar 23. október 2023 13:32 Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun