Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar 9. janúar 2026 09:01 Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun