Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar 9. janúar 2026 12:31 Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð. Í yfir tuttugu ár hefur Ísland reglulega átt fulltrúa á stórmótum, EM, HM, og Ólympíuleikum og sú samfella segir sína sögu um gæði, metnað og menningu sem byggð hefur verið upp í kringum landsliðið okkar. Á bakvið þann frábæra árangur sem hefur náðst á undanförnum árum er þrotlaus vinna og metnaður leikmanna, þjálfara, starfsfólks og stjórnar HSÍ að ógleymdum okkar ómetanlegu styrktaraðilum sem sumir hverjir hafa styrkt HSÍ í áratugi. Sterkt lið á sterku móti Liðið okkar sem mætir til leiks að þessu sinni er sterkt, samstillt og hungrað í góðan árangur. Leikmenn og þjálfarateymi hafa lagt mikla vinnu og mikinn metnað í undirbúning fyrir mótið sem hefur verið markviss og faglegur, markmiðin eru skýr og mikil trú á verkefnið. Við erum með hóp sem veit hvað þarf til að keppa við og sigra þá bestu og sem fyrr munu strákarnir okkar leggja allt í sölurnar til að ná árangri og markmiðum sínum. EM í handbolta er eitt sterkasta handboltamót sem völ er á. Þar mætast bestu lið Evrópu og oft ræður dagsformið úrslitum. Allt getur gerst, og spennan verður áþreifanleg, en í ár eins og undanfarin er alveg á hreinu að íslenska liðið fer ekki inn á völlinn með lágar væntingar. Leikmenn, þjálfarar og reyndar þjóðin öll setja markið hátt eins og við eigum að venjast. Sú krafa og sá metnaður er jákvæður og drífandi hluti af því hver við erum þegar kemur að stöðu okkar í handboltaheiminum. Stuðningur skiptir miklu máli Nú sem fyrr skiptir miklu máli að við stöndum þétt við bakvið strákana okkar. Við skulum hvetja þá áfram, styðja þá í blíðu og stríðu og sýnum þá samstöðu sem íslenskt landslið á skilið. Stuðningur þjóðarinnar skiptir strákana miklu máli, hann finnst, hann skilar sér og hann getur gefið þann auka kraft sem þarf þegar mest á reynir. Eins og á fyrri mótum verður mikill fjöldi ískendinga í stúkunni og sá stuðningur og stemningin í höllinni verður ómetanlegur fyrir liðið okkar. Ég hvet landsmenn alla til að fylgjast með, njóta og taka þátt. Óska leikmönnum, þjálfarateymi og öllum sem að liðinu koma velfarnaðar á mótinu og óska okkur öllum góðrar skemmtunar við að fylgjast með okkar frábæra liði á komandi EM móti í Svíþjóð. Áfram Ísland. Höfundur er formaður landsliðsnefndar HSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð. Í yfir tuttugu ár hefur Ísland reglulega átt fulltrúa á stórmótum, EM, HM, og Ólympíuleikum og sú samfella segir sína sögu um gæði, metnað og menningu sem byggð hefur verið upp í kringum landsliðið okkar. Á bakvið þann frábæra árangur sem hefur náðst á undanförnum árum er þrotlaus vinna og metnaður leikmanna, þjálfara, starfsfólks og stjórnar HSÍ að ógleymdum okkar ómetanlegu styrktaraðilum sem sumir hverjir hafa styrkt HSÍ í áratugi. Sterkt lið á sterku móti Liðið okkar sem mætir til leiks að þessu sinni er sterkt, samstillt og hungrað í góðan árangur. Leikmenn og þjálfarateymi hafa lagt mikla vinnu og mikinn metnað í undirbúning fyrir mótið sem hefur verið markviss og faglegur, markmiðin eru skýr og mikil trú á verkefnið. Við erum með hóp sem veit hvað þarf til að keppa við og sigra þá bestu og sem fyrr munu strákarnir okkar leggja allt í sölurnar til að ná árangri og markmiðum sínum. EM í handbolta er eitt sterkasta handboltamót sem völ er á. Þar mætast bestu lið Evrópu og oft ræður dagsformið úrslitum. Allt getur gerst, og spennan verður áþreifanleg, en í ár eins og undanfarin er alveg á hreinu að íslenska liðið fer ekki inn á völlinn með lágar væntingar. Leikmenn, þjálfarar og reyndar þjóðin öll setja markið hátt eins og við eigum að venjast. Sú krafa og sá metnaður er jákvæður og drífandi hluti af því hver við erum þegar kemur að stöðu okkar í handboltaheiminum. Stuðningur skiptir miklu máli Nú sem fyrr skiptir miklu máli að við stöndum þétt við bakvið strákana okkar. Við skulum hvetja þá áfram, styðja þá í blíðu og stríðu og sýnum þá samstöðu sem íslenskt landslið á skilið. Stuðningur þjóðarinnar skiptir strákana miklu máli, hann finnst, hann skilar sér og hann getur gefið þann auka kraft sem þarf þegar mest á reynir. Eins og á fyrri mótum verður mikill fjöldi ískendinga í stúkunni og sá stuðningur og stemningin í höllinni verður ómetanlegur fyrir liðið okkar. Ég hvet landsmenn alla til að fylgjast með, njóta og taka þátt. Óska leikmönnum, þjálfarateymi og öllum sem að liðinu koma velfarnaðar á mótinu og óska okkur öllum góðrar skemmtunar við að fylgjast með okkar frábæra liði á komandi EM móti í Svíþjóð. Áfram Ísland. Höfundur er formaður landsliðsnefndar HSÍ.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun