Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 18. október 2023 16:30 ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kvennaverkfall Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar