Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 18. október 2023 16:30 ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum. Kvennastörf eru enn vanmetin og enn grasserar ofbeldi gegn konum og kvárum en þetta tvennt er einmitt þema Kvennaverkfalls 2023. ASÍ blæs í alla lúðra og hvetur atvinnurekendur til að styðja sitt fólk og skerða ekki laun þeirra sem taka þátt. Leggjum niður launuð og ólaunuð störfÁ þessum degi mæta konur og kvár ekki í vinnu, smyrja ekki nesti, sækja ekki í leikskólann, muna ekki afmælisdaga og hundsa almennt þriðju vaktina. Konur og kvár í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum storma á samstöðufund á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14. Aðildarfélög ASÍ taka þátt í skipulagningu samstöðufunda víðsvegar um landið.Kvennaverkfall byggir á gömlum mergFyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Verkfallið leiddi til þess að leikskólum og grunnskólum var lokað, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, og í sumum tilfellum var ekki um annað að ræða en að loka. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja. Nú skorum við á konur og kvár að leggja niður störf í sjöunda skipti frá hinum sögufræga viðburði árið 1975.Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða skipa láglaunahópa í samfélaginu.Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.Konur af erlendum uppruna eru um 22% kvenna á vinnumarkaðiASÍ vekur sérstaka athygli á vanmetnu framlagi aðfluttra kvenna sem halda að miklu leyti uppi velferð þjóðarinnar og tekjuöflun þjóðarbúsins. Konur af erlendum uppruna eru um 22% allra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknir Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins hafa sýnt fram á að innflytjendur, konur og karlar, eiga erfiðara með að ná endum saman, búa frekar við efnislegan skort og búa frekar við slæma andlega heilsu heldur en innfæddir. Alþýðusamband Íslands hefur sérstakar áhyggjur af kjörum ræstingafólks, sem er að stórum meirihluta innflytjendakonur. Um 60% starfsfólks í ræstingum á erfitt með að ná endum saman. Útvistun ræstingarstarfa, m.a. hjá hinu opinbera, hefur búið til þrælastétt í íslensku samfélagi, stétt sem deilir ekki vinnuaðstöðu og kjörum með fólki á sama vinnustað.Skýr skilaboð en ólíkar aðstæðurSkilaboðin eru skýr: konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þennan dag. Þó ber að nefna að aðstæður kvenna eru ólíkar og þátttaka í Kvennaverkfalli 2023 er mismiklum hindrunum háð. Það sýnir mikilvægi kvennastarfa og hversu ómissandi þau eru í gangverki samfélagsins. Við hvetjum þær sem ekki geta lagt niður störf til að sýna samstöðu með öðrum hætti, til dæmis á samfélagsmiðlum undir millumerkinu #kvennaverkfall.Ákall ASÍ til samfélagsinsASÍ sendir út ákall til alls samfélagsins um að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa og skera upp herör gegn kynbundnu ofbeldi í garð kvenna og kvára sem allt of lengi hefur viðgengist. Tökum höndum saman, blásum í alla lúðra og tryggjum að Kvennaverkfall 2023 hljóti sama sess í sögubókunum og hinn stórmerki atburður árið 1975.Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun