Bandaríski dægurmiðillinn Variety greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að ekki sé ljóst hvort hann hafi gætt söngkonunnar í þetta eina skipti eða í fleiri. Hann hlaut heimsathygli í júlí síðastliðnum. Þá fór myndband af honum við að gæta söngkonunnar á flug og var það í mikilli dreifingu, þar sem hann þótti taka starfi sínu mjög alvarlega.
Variety segir að maðurinn hafi óskað eftir nafnleynd í umfjöllun miðilsins. Þá hafi talsmenn söngkonunnar ekki veitt miðlinum kost á viðtali vegna málsins. Þess er getið í frétt miðilsins að hún hafi enn sem komið er ekki tjáð sig um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Variety segir að maðurinn sé ísraelskur að uppruna en hafi búið undanfarin ár í Bandaríkjunum. Haft er eftir honum að hann hafi verið í skýjunum með starf sitt hjá söngkonunni og lífið í Bandaríkjunum. Hann hafi hins vegar ekki getað setið hjá eftir að hafa séð myndir og myndbönd frá árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael.
thanks so much for coming pic.twitter.com/0Vjld6hhoE
— marley (@marleyharper) July 9, 2023