Þegar að Diljá Mist reyndi að réttlæta stríðsglæp Ingólfur Shahin skrifar 15. október 2023 06:00 Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun