Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 9. október 2023 07:01 Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Grunnskólar Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.