„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 21:59 Jóhann Þór var daufur í dálkinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. „Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
„Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti