„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 21:59 Jóhann Þór var daufur í dálkinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. „Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira