Verum bleik – fyrir okkur öll! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun