„Vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2023 21:50 Rúnar Ingi var svekktur með að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir 80-83 tap gegn erkifjendunum úr Keflavík í Subway-deild kvenna. Njarðvík var í dauðafæri til að stela sigrinum í lokin. „Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn