Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 07:46 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975. Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975.
Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55