Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 07:46 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975. Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975.
Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55