Heilinn á konum er helmingi minni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. september 2023 09:01 Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mótmælaalda í Íran Íran Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun