Nýsköpun í rekstri þjóðar Baldur Vignir Karlsson skrifar 17. september 2023 17:31 Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Nýsköpun Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar