Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 22:46 Hallgrímur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli, þar sem leikur morgundagsins fer fram. Vísir/Anton Brink „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. „Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki