Slúðurmiðlar vestanhafs segja frá því að ákvörðun parsins um að skilja hafi verið tekin á vinalegum nótum. Í tilkynningu hafi þau sagst vera „þakklát fyrir þá þrjá dásamlegu áratugi sem þau áttu saman en ætluðu nú að halda áfram að vaxa og dafna í sitt hvoru lagi.“
Hugh Jackman er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Deadpool, X-Men og The Greatest Showman.
Jackman og Furness kynntust við tökur á ástralska sjónvarpsþættinum „Corelli“ og gengu í það heilaga minna en ári síðar. Saman eiga þau tvö uppkomin börn.