„Heiðrum minningu hans í dag“ Íris Hauksdóttir skrifar 24. september 2023 11:01 Eivör Pálsdóttir er ein þeirra fjölda nemenda sem lærðu við Söngskólann í Reykjavík en skólinn fagnar í dag 50 ára afmæli sínu. „Námið við Söngskólann í Reykjavík var stór þáttur í vegferð minni,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona. Hún er meðal þeirra gesta sem koma fram á 50 ára afmælishátíð Söngskólans í Reykjavík sem haldin verður í dag. Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira