Undir skólans menntamerki Andri Már Þórarinsson skrifar 12. september 2023 12:31 Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun