Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 15:24 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir átakið tilraunarinnar virði. Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39