Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 15:24 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir átakið tilraunarinnar virði. Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39