Litáen skellti Bandaríkjunum í lokaleik J-riðils Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 22:11 Jonas Valanciunas fór fyrir sínum mönnum í dag Vísir/EPA Litáen lagði Bandaríkin nokkuð örugglega í lokaleik J-riðils á Heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Bandaríkjanna í riðlakeppni á HM síðan 2002. Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Sigur Litáen var nokkuð öruggur en undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 52-31 þeim í vil. Steve Kerr, þjálfari Bandaríkjanna, náði greinilega að stilla sína menn betur af í hálfleik og Bandaríkjamenn mættu mun einbeittari til leiks, þá sérstaklega varnarlega þar sem Litár skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Staðan 71-65 fyrir síðustu tíu mínúturnar en góður fjórði leikhluti hjá Litán tryggði þeim að lokum 110-104 sigur. Kazys Maksvytis, þjálfari Litáen, var búinn að spara sína bestu menn fyrir lokaátökin þar sem enginn hafði spilað meira en 18 mínútur. SHOWTIME LIETUVA #FIBAWC pic.twitter.com/EA0PEFIY1W— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 3, 2023 Miðherjarnir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas voru traustir í teignum hjá Litáen á báðum endum vallarins en sóknarfráköstin voru drjúg fyrir liðið í dag. Liðið setti niður fyrstu níu þriggjastiga skot sín í leiknum en þegar þau fóru að klikka hreinsuðu þeir einfaldlega upp sóknarfráköstin. 18 sóknarfráköst skiluðu þeim 17 stigum úr annarri tilraun meðan Bandaríkin náðu aðeins að skora eina körfu eftir sóknarfrákast. Valanciunas var að lokum valinn maður leiksins fyrir sína frammistöðu. Anthony Edwards fór fyrir sóknarleik Bandaríkjanna og skoraði 35 stig. Hann hefði eflaust þegið meiri hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru aðeins með 14 stig. Litár hafa á stundum reynst Bandaríkjamönnum óþægur ljár í þúfu á HM en þetta var þriðji sigur þeirra gegn Bandaríkjunum. Litáen vann Bandaríkin 1998, 2004 og nú árið 2023 í þriðja sinn, og verða að teljast líklegir til að ná langt á mótinu í ár. Bandaríkin hafa ekki lokið leik þrátt fyrir tapið og mæta Ítalíu í 8-liða úrslitum en Litáen mætir Serbíu. Báðir leikirnir fara fram 5. september. Þann 6. september mætast svo Þýskaland og Lettland annars vegar og Kanada og Slóvenía hins vegar. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira