Hildur greindi frá nafngiftinni fyrr í kvöld á Facebook.
„Okkar smæsta eining fékk stærsta nafnið. Hólmfríður Áslaug Jónsdóttir,“ skrifar Hildur við fallega myndafærslu af fjölskyldunni prúðbúinni í skírninni.
Hólmfríður litla kom í heiminn 10.júní síðastliðinn, degi fyrir afmælisdag móður sinnar. Hildur var þá gengin 41.viku og lét daman því aðeins bíða eftir sér.
Stúlkan er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir á Hildur einn son.