Ísafjarðartröllið snýr ekki aftur heim til þess að verða hetjan Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastól Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta og fjórfaldur Íslandsmeistari snýr aftur á heimaslóðir og leggur liði Vestra á Ísafirði lið í komandi baráttu liðsins í 2.deildinni. Sigurður segist ekki koma inn í lið Vestra til þess að verða einhver hetja, hann ætlar þó leggja sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa til við að byggja félagið upp á nýjan leik „Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“ Vestri Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
„Þessi möguleiki kom upp í byrjun júlí í fjölskyldufríi, hvort að ég gæti hugsað mér að snúa aftur vestur,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Staðan var sú að okkur fjölskyldunni langaði ekki að flytjast búferlum til Reykjavíkur og að sama skapi reyndist það ansi góð tilhugsun að vera nærri fjölskyldunni minni á Ísafirði og því slógum við til.“ Sigurður snýr því aftur á heimaslóðirnar á Ísafirði. Þar hófst ferill hans með liði KFÍ sem nú er orðið að Vestra. Skælbrosandi Sigurður mættur aftur á heimaslóðirnarMynd: Vestri Hvernig er tilfinningin hjá þér fyrir því að snúa aftur heim til Ísafjarðar? „Maður er bæði spenntur og er að upplifa ákveðna nostalgíu tilfinningu fyrir þessu. Það er ákveðin uppbygging í gangi hjá félaginu, uppbygging sem snýr að því að koma félaginu aftur á réttan stað. Að geta hjálpað til við það er spennandi verkefni.“ Vestri, sem hefur verið reglulegur þátttakandi í 1.deild og jafnvel efstu deild, finnur sig nú á fremur ókunnugum slóðum í 2.deild. Fóru aftur í grunninn Stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins óskaði eftir því, sumarið 2022, við mótanefnd KKÍ að fá að færa sig niður um deild í 2.deildina og einblínir félagið nú á að byggja upp lið í kringum kjarna af ungu leikmönnum félagsins í bland við reynslumeiri leikmenn. Í þann hóp virðist Sigurður Gunnar, sem hlaut uppeldi sitt í körfubolta á Ísafirði, smellpassa og mun hann án efa koma að borðinu með reynslu frá sínum atvinnu- og landsliðsferli og miðla til næstu kynslóðar leikmanna á Ísafirði. „Ég er mjög spenntur fyrir því að verða hluti af þessum hóp. Það er kjarni af ungum leikmönnum þarna til staðar og svo verð ég þarna ásamt einum kana. Okkur er falið það verkefni að koma Vestra aftur upp um deild og ég býst við verðugu verkefni fram undan. Þekking mín á 2.deildinni er ekkert svakalega mikil og því veit ég ekki alveg nákvæmlega hvað ég er að fara út í en ég tel það alveg gerlegt fyrir okkur að gera atlögu að 1.deildinni.“ Ekki að fara slaka á Félagsskiptin komu án efa mörgum á óvart en Sigurður Gunnar var hluti af liði Tindastóls sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Þú ert ekkert að fara aftur heim til Ísafjarðar til þess að slaka á er það? „Nei alls ekki. Þegar að þessi kostur kom upp á borðið þá virkaði það bara fullkomlega, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig fyrir okkur fjölskylduna, að geta sest að á Ísafirði. Að sama skapi er ég ekkert að koma heim til þess að vera einhver hetja. Ég er að snúa aftur heim til þess að hjálpa til við að byggja upp félagið á nýjan leik en það er ekki bara mitt verkefni. Við þurfum öll að taka höndum saman og ég mun gera mitt í að miðla minni reynslu til yngri leikmanna.“
Vestri Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira