Dýralæknir með einkaleyfi á skutlum ráðgjafi stjórnvalda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 12:29 Øen segist ekki fá mikið borgað fyrir einkaleyfið og hann eyði peningnum öllum í ferðir á hvalaráðstefnur. Samsett. Egill Aðalsteinsson og NAMMCO Norskur dýralæknir, Egil Ole Øen, ráðlagði íslensku ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar á sama tíma og hann hagnaðist á einkaleyfi sprengiskutuls. Dýraverndarsamtök gagnrýna aðkomu læknisins. Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira