Dýralæknir með einkaleyfi á skutlum ráðgjafi stjórnvalda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 12:29 Øen segist ekki fá mikið borgað fyrir einkaleyfið og hann eyði peningnum öllum í ferðir á hvalaráðstefnur. Samsett. Egill Aðalsteinsson og NAMMCO Norskur dýralæknir, Egil Ole Øen, ráðlagði íslensku ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar á sama tíma og hann hagnaðist á einkaleyfi sprengiskutuls. Dýraverndarsamtök gagnrýna aðkomu læknisins. Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent