Elín Metta í Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 17:30 Elín Metta hefur alls spilað 62 A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 16 mörk. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa. Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa.
Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira