Það má segja að Ísland hafi hitt á átta góðar mínútur í upphafi leiks en síðan ekki söguna meir. Úkraínumenn snéru leiknum við strax í 2. leikhluta og leiddu í hálfleik með níu stigum. Munurinn fór mest í 18 stig en lokatölur urðu 69-82 og Úkraínumenn búnir að vinna báða sína leiki í riðlinum.
Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í liði Íslands í dag, skoraði 18 stig og bætti við níu fráköstum. Elvar Friðriksson kom næstur með 13 og þeir Ægir Þór Steinarsson og Kristinn Pálsson skoruðu báðir tíu.
Ísland á því ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana sama hvernig leikurinn gegn Búlgaríu fer á þriðjudaginn.