Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 12:00 Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Fjölmenning Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu. Stjórnvöld gerðu flóttafólki frá Úkraínu auðvelt að fá alþjóðlega vernd hér á landi og þegar átökin hófust sýndu margir Íslendingar flóttafólki frá Úkraínu stuðning í orði og verki. Fólksflutningar hafa alltaf fylgt mannkyninu og þeir taka aldrei enda. Fólksflutningar vegna neyðar hafa aukist gífurlega og í dag eru yfir 108 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim. 70% þeirra sem eru á flótta búa í nágrannaríkjunum heimalanda sinna, en lítill hluti af stóra menginu kemur hingað til Íslands og til Evrópu almennt. Fjölmenning fer hvergi Flóttafólk, eins og annað fólk í nútíma samfélögum, er allskonar. Það hefur mismunandi bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, gildi og venjur – alveg eins og annað fólk í íslensku samfélagi. Umræðan um flóttafólk er þó oft heldur einsleit og neikvæð. Auðvitað er mjög mikilvægt að ræða málin, en oft og tíðum er ekki verið að ræða staðreyndir, heldur mýtur og sögusagnir. Fordómar geta valdið því að fólk sem verður fyrir þeim einangrast og þegar fólk upplifir sig ekki sem hluta af samfélaginu getur það skapað gremju og sú gremja getur stundum skapað samfélagsleg vandamál. Við þurfum að horfast í augu við að í flestum löndum heims er fjölmenning orðin staðreynd og að sama þróun hefur átt sér stað hérlendis. Íslenskt samfélag mun aldrei aftur verða eins einsleitt og það var áður fyrr, ekki frekar en flest önnur samfélög heimsins. Í ljósi þess er skynsamlegast að bjóða flóttafólk velkomið í íslenskt samfélag og vinna að því að það verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, rödd þess heyrist og að það upplifi sig ekki á jaðrinum. Gagnkvæm aðlögun skilar góðu samfélagi Rauði krossinn á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum þegar kemur að flóttafólki, en meginstefið er að aðstoða flóttafólk við gagnkvæma aðlögun og inngildingu í íslenskt samfélag. Gagnkvæm aðlögun er lykillinn að góðu samfélagi og við á Íslandi höfum tækifæri til sinna henni vel. Gagnkvæm aðlögun þýðir að Íslendingar kynna sín gildi og félagslegu venjur fyrir þeim sem eru nýir í samfélaginu ásamt því að upplýsa fólk um samfélagið og kerfið í heild sinni. Á sama tíma fær fólk sem er nýtt í landinu að tjá sig um sinn bakgrunn og gildi, svo fólk skilji hvort annað betur. Leiðsöguvina- og tungumálavinaverkefni Rauða krossins skapa kjörið tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun og Rauði krossinn er alltaf í leit að góðu fólk til að gerast sjálfboðaliðar fyrir verkefnin. Í verkefnunum eru Íslendingar tengdir við flóttafólk og svo hittast þau reglulega í sex mánuði. Sjálfboðaliðar fá einnig þjálfun í sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk og grunnþjálfun í starfi Rauða krossins. Við hvetjum öll til að taka þátt í að kynna íslenskt samfélag fyrir nýjum íbúum landsins og fá um leið að kynnast nýju fólki sem hefur upp á svo margt að bjóða. Fólk sem er flóttafólk er um leið bara fólk. Hægt er að kynna sér verkefnin og skrá sig sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is og núna 17. ágúst fer einmitt fram námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja veita flóttafólki stuðning, svo þetta er frábær tími til að slást í lið með okkur. -- Án stuðnings Mannvina gæti Rauði krossinn á Íslandi ekki sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem félagið stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur. Höfundur er teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá höfuðborgardeild Rauða krossins á Íslandi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun