203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 13:31 Thomas Bach er forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka. „Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira