203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 13:31 Thomas Bach er forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka. „Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
„Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira