Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 07:42 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann krefur hana svara við ýmsum spurningum er lúta að hvalveiðibanni hennar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31
Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53