Óli Jóh: Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 11:31 Ólafur Jóhannesson kom þeim Guðmundi Benediktssyni og Atla Viðari Björnssyn til að hlæja í Stúkunni í gær. S2 Sport Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur í Stúkunni í gærkvöldi og fór á kostum eins og vanalega. Hann talaði hreina íslensku þegar kom að því að tala um ummæli þjálfara toppliðs Bestu deildarinnar að undanförnu. Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Stúkan vakti nefnilega athygli á ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um gervigras og gras eftir 2-1 sigur Víkingsliðsins á Meistaravöllum. Víkingar léku á flottum grasvelli KR-inga en eru miklu vanari því að spila á gervigrasi. Hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu „Víkingar voru í gær að spila á frábærum grasvelli í Vesturbænum. Ég ætla bara að vona að allir leikmenn ætli ekki bara að venja sig á það að spila á gervigrasi og hitt sé fyrir neðan þeirra virðingu,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að við erum að spila á gervigrasi af því að við búum á Íslandi. Við erum ekki að spila á gervigrasi af því að við viljum spila á gervigrasi. Það er langur vegur frá því,“ sagði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég er farinn að halda það að það séu nokkrir þjálfarar og leikmenn sem vilja bara spila á gervigrasi og líður ekki vel á grasi,“ sagði Guðmundur. Vildi að Arnar notaði annað orð „Ég hefði kosið að sjá Arnar nota annað orð heldur en góðu vanir þegar hann er að tala um gervigras vs gras. Fótboltamönnum á Íslandi hlýtur að dreyma um það spila á grasi eins og KR-völlurinn var í gær. Ég hefði viljað sjá Arnar nota orðið öðru vanir eða að þetta væri öðruvísi aðstæður en þeir væru oftast á,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Þetta er það skemmtilegast að fá grasvöll eins og hann var í Vesturbænum,“ sagði Atli Viðar. Það segja allir bara vá „Það er nú þannig að þegar þú ert á toppnum sem þjálfari þá máttu segja nánast hvað sem er og það segja allir bara vá. Margt sem Arnar hefur sagt upp á síðkastið er náttúrulega bara steypa. Það er bara ekki flóknara en það,“ sagði Ólafur og fékk hlátur að launum frá bæði Gumma Ben og Atla Viðari. Það má sjá alla umfjöllunina um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Óli Jóh um ummæli Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira