Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 19:17 Ása gagnrýndi yfirlýsingu Ásmundar í samtali við Vísi. Ása Skúladóttir/Vísir/Vilhelm Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira