Læknaður af „Matta Vill-sjúkdómnum“ og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2023 14:31 Arnar er spenntur að sjá Aron Elís spila gegn „erkióvinum“ Víkings í KR í kvöld. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir frumraun Arons Elís Þrándarsonar sem hefur æft með liðinu um þriggja vikna skeið. Aron fékk í gegn félagsskipti í vikunni og verður í eldlínunni gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki