Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 18:35 Frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Stjórnsýsla Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Sambandið gerir kröfur foreldranna að sínum fyrir Félagsdómi E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Sjá meira