Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 07:17 Höskuldur þarf að vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn Breiðabliks í kvöld. Vísir/Arnar „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira