„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 12:31 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir óskiljanlegt að félgaslegt húsnæði sé ekki aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og langveika. Það sé sá hópur sem líklegast þurfi að nýta sér félagslegt húsnæði. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“ Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36