Veislan var haldin heima og óhætt að segja nýbakaða foreldra geisla á myndunum ásamt sonum sínum tveimur. Drengurinn sem kom í heiminn þann 3. júní fékk nafnið Már eftir föðurafa sínum en hann er fyrsta barn Snorra. Nadine á son úr fyrra sambandi.
Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju skírði drenginn og fengu bestu vinir foreldranna, þau Hildur María Harrde og Jakob Birgisson, betur þekktur sem Meistari Jakob, uppistandari, þau hlutverk að verða guðforeldrar barnsins.
Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið á Instagram og Facebook.